þegar niðdimm næturhljóðin stór
fljúga um og nálæg eru heim
þá hræðist ég.
því síðan sólin burtu fór
staðið hef ég ein á fótum tveim
og vonað.

skýin skyggja nú á tunglið bjart
svo skuggar allsstaðar eru
því hræðist ég.
í myrkrinu sýnist allt vera svart
samt hef ég staðið á fótunum beru
og vonað.

sendu mér styrk þinn, sendu mér trú
sendu mér svefninn fljótt,
svo róast ég.
því máttinn mikla hefur þú
og milda áttu nótt,
ég vona.
“Enginn veit til angurs fyrr en reynir”