…með gullið hár og augu sem stara svo djúpt - brúnt hörund
…silkisléttar rauðar varir sem glotta hæðnislega að hinum
…gengur hann beinn í baki - stoltur af tilveru sinni hér á jörðu
…ástfanginn af sjálfum sér - þessi “myndarlegi” - þessi “sæti”
…myndi riðlast á sjálfum sér og speglinum
…ef hann gæti…

…ég er þreyttur á hræsni og hroka þessa heims sem við búum
…ég er þreyttur á tilveruleysi þess drottins sem við trúum
…blind við göngum þann veg sem fyrir okkur er lagt
…gerum það í sannri hlýðni - allt sem okkur er sagt…

…leggjum á okkur erfiðisþrautir og eyðum miklu fé
…til að hindra það sem annars myndi kannski ske
…verða ekki útskúfuð sem fólk - litin hornaugum
…við drögumst inn í hópinn - með tilveruleysisdraugum…



…til fjandans með meik og til fjandans með gel
…ljótum og asnalegum líður mér helvíti vel
…til fjandans með brúnku og til fjandans með þig
…ég þarf ekki að þykjast er ég hef fundið mig
…til fjandans með hössl og til fjandans með vín
…drykkfellda gervistelpan mun aldrei verða mín
…til fjandans með trú og til fjandans með pólitík
…til fjandans alla og hverja einustu silkiflík
…til fjandans með hroka hræsni flón og klón
…meikaðar gervipersónur - chockoa - gerviblóm
…til fjandans með gleði ef ég er slappur og leiður
…til fjandans með allt ef ég er æstur og reiður
…til fjandans með sorg og til fjandans með lyf
…ég vil ekki upplifa fjandans gervialsælusvif
…til fjandans með ljóð og til fjandans með blíðu
…til fjandans með blóð og aðra fylgikvilla stríðu
…svo heyrðu minn óð og fylgdu mér eftir
…svo ekki verða aðrir asnar frelsisheftir!!!



…ég er ég sjálfur og ég mun verða það æ
…sama hvað ég lifi - og sama hvað ég fæ
…ég mun geta litið aftur og við mig sagt
…þessa lífsins braut - hefurðu sjálfur lagt
…því þó ég gangi í slitnum fötum
…og skórnir allir alsettir götum
…ég sé ekki dáður í veislum öllum
…dýrkaður af frægum gerviköllum
…þá mun ég lifa það sem ég vil
…upplifa sjálfur og vera til…

…ég er ekki gervimaður - dökkklæddur lúði
…ég er ekki inni - né draumaprinsinn prúði
…ég er ekki úr plasti - ekkert sálnameik
…fjandinn hafi það…
…ég er ekki feik!!!

…ég er ég meðan andann ég dreg!!!


-(reiður)pardus- ;þ (myndi passa ágætlega með þungarokkshljóm undir?)

*Þetta var bara smá djókljóð sem ég er búinn að hafa í kollinum í allan dag. Mér finnst fáránlegt þetta fegurðarkapphlaup hjá fólki og satt best að segja er ég stoltur af sjálfum mér eins og ég er ;)
Enn og aftur vitna ég í gamla góða þunglyndið mitt *geisp* (nú sofna allir sem lesa þetta ;þ) en þá var ég einmitt óánægður með það að vera ekki eins og allir aðrir… brúnn, sætur og súperdúpersvakadjammofurhözzler ;þ
Núna er ég bara nóbóddí og ég er stoltur af því!!!*

*P.S. Ég er þreyttur og kominn með svefngalsa… ignorið allt sem ég skrifaði hér að ofan…*

Bæjó… pardus ;)
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.