Óþarfa lífshættulegu lífi lifi ég ekki lengur.
Er orðin manneskja með markmið, með vitið.
Meðfæddir hæfileikar hagræða hlutunum,
hugsunarhátturinn er réttur
og vegurinn að hamingjunni sléttur.

Áfram ég held, ótroðnar slóðir,
þeir eru fróðir
sem á undan mér gengu þessar leiðir.

Satt best að segja sakna ég sorans
en ég strái bara salti í sárið með því að hugsa svona.
Verð að hugsa fram á vegin,
dregin, áfram
af þrjóskunni, vonskunni og voninni.

Innra með mér finn ég taktfastar tilfinningar
ekki taktlausar tilfinningar líkt og úr fortíðinni.

Djúpar og mjúkar,
Hlýjar og nýjar,
Frábærar og æðislegar
Tilfinningar.
Ég er ég og þú ert þú svo ekki halda að þú þekkir mig!