Þetta er frumraun mín á huga/ljóð. Endilega kommentið.


Háir hvítir rimlar.
Þeir umkringja mig.
Ég er lítil vera
sem kemst ekki burt.

Ég er einmana,
ég er innilokuð.
En ég er ung
og ég er saklaus!

Þau fæða mig mat,
mat sem venjulegt fólk
myndi ekki bragða á.
En ég gleypi þetta
skeið eftir skeið
því mig dreymi
draum um morgundag.

Ég kemst stökum sinnum
út til að þvo af mér
syndir mínar.
Þau horfa á mig,
þau stara á mig,
þau hlæja að mér.

En hvað hef ég gert?
Hvað hef ég gert ykkur?
Hví sit ég inni
og sef í hvítum rúmi?

Samviska mín er hrein,
ég hef ekkert gert.
Ég á betra skilið
en ranglætið eltir mig.

Ég er samt þolinmóð,
og ég get beðið
eftir árinu
er ég verð sleppt.
Þangað til mun ég sofa
enda er ég ungt barn.