Satan!
Þín loforð, svo sæt, inn í huga minn smjúga.
Þín freistni, svo sæt, laðar huga minn að þér.
Fæstir munu dánir upp til himna fljúga
og vængirnir aldrei munu vaxa á mér.

Drottinn!
Ég mun ríða fyrir giftingu og ljúga!
Í þrígang mun ég svo glaður afneita þér!
Á þín ströngu boðorð, vil ég ekki trúa
því mennskara hjarta leynist inni í mér!

Drottinn!
Ekki vil ég samkynhneigða fólkið grýta
eingöngu vegna orða í fornu riti!
Ekki mun ég snöru um háls þeirra hnýta
sem hegða sér eftir þeirra besta viti!

Drottinn!
Ég biðst undan því að hýða ódæla krakka
og aldrei mun ég myrða spjallaðar meyjar!
Hverjum er blóðugt Nóaflóðið að þakka?
Í nafni þínu illvirkinn stríðið helst heyjar!

Satan!
Miðað við Guð sem er fáránlega harður
ertu friðarins lamb, ranglega fordæmd sál!
Ef Eden er Drottins, er betri þinn garður
og dauður vil ég heldur rækta þar mitt kál!



Allt að ofan gilti að því gefnu
að ég tryði á ykkur báða.

En þar til ég á endanum andast
mun trúleysi mitt fá að ráða.

Því ég vil engar helvítis reglur
um hvernig ég eigi að FÁ’ÐA!




-Danni Pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.