Ég ligg á götum Jerúsalemborgar
fólkið gengur hjá
gengur á mér
yfir mig.

Fer til að sjá hann deyja
krossfestann fyrir syndir okkar

ég hrasa, reyni að standa upp á ný.

Ég hef mína eigin þyrnikórónu
Minn eigin kross að bera.

—————————————————————————————-

Sverðin skera í gegnum sá mína
huga minn hjarta mitt líkama minn.

Þú leikur þér að vitum mínum
berst til að halda lífi
til að lifa til að anda til vera.

Blóðið lekur í augu mín
og blindar mig.

Hrasandi fell ég í arma þína enn á ný.

——————————————————————————————

Eldurinn brennur og djöflarnir dansa
í kringum máttfarna tilveru mína, ekkert skiptir máli
ekkert er, ekkert var og sársaukinn
sársaukinn, brennheitur kvelur og hatar
hatar hver ég er hver ég var hver ég verð

ég hef verið bjargvættur hjarta þíns huga þíns
hugur þinn of sjúkur til að sjá morð þitt
morð þín og kvöl þína.

Í gegnum mig elur þú löngun þína til kvala
Kvöl er allt sem ég á eftir.

Ég geng í hóp hinna dansandi djöfla
dansandi um eldinn
eldurinn brennur í kringum mig.

Mín kvalafullu öskur týnast í eldinum.