haus hvílir á viðgrónum lífrænum púða
með lokað fyrir augun
spilar við Óla Lokbrá
olsen olsen
orð og staðreyndir suða í umhverfinu
svæfandi áreiti
dreymandi hugurinn breytir því öllu í vatn
lekur því út
vatnið finnur sér farveg
slefar fram af brúninni
óbeisluð umhverfisvæn orka
nafnlausir fossar skólakerfisins
það er núna

brátt mun
hugsuðir framtíðarinar verða lífrænnt ræktaðir melónuheilar úta á akri
tamningarmenn óefnislegra bensínslangna
afburðarhugsanir og skáldagáfur
á fimmhundruðkrónur kílóið í tíu ellefu
verzlaðu þér vit
og vertu fljót/ur að því!