Ég var úti að ganga, búinn að ganga lengi.
Ég hitti margt fólk og við hjálpuðumst að.


Við gengum oft saman en á endanum ég hrasaði og datt.
Ég gleymdi að horfa fram fyrir mig, hrasaði og datt.


Við búum hérna saman, ég og þú, á leiðarenda er heimili okkar.
Við héldum öllu hreinu, spjölluðum og gerðum margt gott.


Ég hleypti þér inn, þekkti þig lítið, ég vissi ekki að lífið gæti gefið svona mikið
Sumar kom og sólin hún skein, en skein ekki alltaf, varð hræddur um að hún skini ekki aftur.


Ég sakna hennar sólarinnar, veit hún er þar, en það eru geislar hennar sem ég þrái, heitt eins og ástin. Og ég bíð, og ég vona, en veit ekki neitt. Var það blessun eða böl að bjóða þér heim?