Gamlir tímar

Ég horfi eftir endilangri götunni
Hugsa um hvað var eitt sinn
Allar þessar minningar
Þessar djúpu tilfinningar

Man eftir öllu, hver augnablik
Ó hver stráði í augu mér ryk?
Allan þennan tíma var ég svo blind
Þvílík synd

Rifja hér upp gamla tíma
Reyni þessi brot saman að líma
En innst inni ég veit sannleikann
Og veit hve erfitt er að flýja hann

Mig langar í áhyggjulausu stundirnar
Langar að fá allt eins og það var
Þrá að sjá allt eins og það var
En mun ég nokkurn tíma geta það?

Eftir allt saman ég samt veit
Ég mun aldrei fylla þennan tóma reit
Hví í ósköpunm var ég svo blind
Núna er þetta einungis rifin mynd…