Þungur ilmur af blóði
dimmrauð skref
í hvítri mjöll

Eitt einasta líf
dauðanum gefið
í svörtu myrkri

Örvæntingarfull sál
fordæmd að eilífu
í eigin hjarta

Eftirsjá sem tærir
lítill engill sem grætur
í huga hennar



Köld eru beinin
er hvíla nakin og hvít
í faðmi hennar

Brostin eru augun
og tár frjósa á vanga
Í hinsta sinn



Ein einasta sál
sem að eilífu vakir
yfir litlum beinum
í kaldri gröf