Kaldur andvari leikur um rauða kinn
hárin dansar við vindinn og augun
svo hrein fyllast og springa
af tárum sem leka niður hálsinn

Þar stendur hann í sínum fötum
með kreptan hnefa og öskrar með bitri röddu
“Far þið til heljar og meigi leið yðar vera
verra en leið til vítis”
Snýr hann svo við með töskuna á bakinu

Langt hann gengur, langt frá þeim
sem ílla með hann fór og sviku
Leitinn að ástinni hefst
með fyrstu sporum, hann fer

Hversu langt þarf ég að ganga?
Svo ég finni ástina
falda í auðinni
kannski fyrst ég sé englana
og þeir sýni mér leiðina…
————————————————