Þú tælir allt til þín - sem segull að járninu köldu
Þegar þú lyftir brúnum koma gimsteinar í ljós
Dýrmætu smaragðarnir heilla gráðuga mennina
Sem þyrstir í ást og vilja snerta þig…

Er þú opnar upp varirnar - hljómar sannleikurinn betur
Köld veröldin öðlast hlýju í orðum þínum
Angan hörunds þíns laðar fögur fiðrildin að þér
Og fiðrildin í brjósti mínu - lifna við og fljúga…

Er þú lokar augum - slakar á taugum og sefur
Þá tekur guð sína fegurð - þér gefur
Kyrrðin í kringum ásjónu þína bjarta
Tælir mig - líkt og segull að stálhjarta…

Hjarta mitt ryðgar - ef þú lásinn ei opnar
Og ástin mín til allra - deyr og dofnar
Fiðrildi mín fljúga aðeins fyrir þig
Þú ein hefur lykilinn - svo opnaður mig
Hleyptu þeim út - þá þau stefna til þín
Svo þau umkringja þig - og þú verður mín…

…hjarta mitt málmur - sem hvílir í mér…
…segull þinn sterkur - það dregst að þér…

-(rómó)pardus-
;)
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.