Hlógu þær að henni útaf engu.
Hvæstu á hana og potuðu í hana augnaráðum.
Þær bjuggu til sagnir og sögur;
Því þeim fannst hún of fögur.

Stálu töskunni hennar og földu.
Skrifðu lygar á vegginn og hrintu henni á hann.
Táruð faldi hún sig ofan í gjótu;
Til að forðast orðin ljótu.

Blóðguðu fallegu sálina hennar.
Börðu hana með blindandi baktali og útilokun.
Samt fyrir vikið varð hún betri;
Sumrið kom á eftir vetri.