Búrið og fuglinn

Í búrinu situr fuglinn og horfir heiminn á.
Það er margt í þessum heimi sem fuglinn ekki má.
Sitja hér, standa þar, ekki má neitt hægri snú.
Ef þú lítur betur sérðu, að fuglinn það ert þú.

Í búrinu ert þú læstur og hvergi kemstu út.
Ef þú færð ei frelsi fljótt, þá fer allt í hnút.
Þú dokar og bíður en enginn opnar búrið.
Þú verður hræddur og lítur ört á úrið.

Hvað verður um þig, ef búrið opnast ei?
Hvað ef þú biður en allir segja nei?
Ætlar þú að doka og bíða, bíða, bíða?
Hvað ætlar þú að gera til að láta tímann líða?

Nokkrum árum seinna þú fastur ert hér enn.
Þú etr orðinn þreyttur enda árin orðin þrenn.
Það er fremur leiðinlegt að vera inni læstur
og vorkennir þú þei sem skyldi verða næstur.

Þú ert frekar reiður á að vera fangi hér.
Það er kominn tími til að losna, það finnst þér.
Þú gengur að hliðinu og reynir að hagga.
Þú reynir og reynir en rétt nærð að vagga.

Þú ræðst á rimlana, brýtur brýst og togar.
Allra manna athygli að þér þú sogar.
Hliðið var opnað, það gerði einn maður.
Þú trúir þessu varla en verður samt glaður.

Þú gengur út í frelsið og brosir svo breitt.
Loksins fékkstu það sem þú þráðir svo heitt.
Fuglin flýgur um loftin og upp á þetta heldur,
í augum hans ljómar frelsisins eldur.