hver er hin eina sanna fegurð?
hver getur um hana dæmt,
hvort er það fita eða megurð?
hvað er við fegurðina slæmt?

hver er fallegur og hver er ljótur?
er það ekki sálin sem skiptir máli?
hvers vegna getum við þá sagt..
þessi er ljótur og þessi er sætur?
hefur einhver rétt til að dæma sanna fegurð?
hvers vegna förum við eftir útliti,
hvers vegna eru við ekki bara
hvít andlitslaus og nafnlaus
hylki um sálina, sem geyma
hver við erum í raun og veru.
hvaða vera í heiminum hefur rétt til þess
að dæma um sanna fegurð?
eigum við ekki að fara eftir góðmennsku náungans
ekki fegurð, stærð á brjóstum eða vöðvum.
Hvað er sönn fegurð og hver hefur rétt til að segja
hvað sé fallegt, og hvað sé ljótt?
höfum við einhverja sérstaka staðla fyrir því
hver er illa útlítandi eða fallegur?
hvað er sönn fegurð???

hver er hin eina sanna fegurð?
hver getur um hana dæmt?
hvort er það fita eða megurð,
Hvað er við fegurðina slæmt?
cecilie darlin