Ég stend í miðjum eldhringnum
Bíð eftir að þú komir og bjargir mér
Þú kemur og tekur mig í fang þér
Þú stekkur upp í loftið og flýgur með okkur bæði

,,Brátt” segir hann ,,mun ég sleppa þér”
Með sorg í augum eins og ég sé að fara að giftast öðrum
Hann kyssir mig, knúsar og sleppir
Það kemur hnútur í magann og ég spyr ,,Af hverju sleppti hann?”

Ég er 30 fet frá jörðinni og get flogið
Ég fékk álfavængi eins og fiðrildi eru með
Þegar ég er búin að vera fljúgandi í pínu stund sé ég eitthvað
Skært ljós í himninum og dökkt op í jörðinni

Vængirnir fara af mér og ég hrapa
Ég lendi á götunni þar sem fólk stígur á mig
Engin tekur eftir mér
Enginn

Ég lít upp og ég sé ljósið dofna
Ég lít niður og sé opið stækka
Brátt er ég komin á heitan dökkan stað
Þar sem fólkið er grænt og í búrum

Maður gekk að mér og spurði ,,hvað heitir þú stúlka?”
,,Elsa” sagði ég, ,,en þú?”
,,Ég heiti Lúsífer” sagði maðurinn
Hann gekk í burtu, brosandi

Það eru komnir 3 mánuðir
Ég held á krossinum mínum
Spyr alltaf sömu spurninguna aftur og aftur
,,Ef guð er fyrirgefandinn, af hverju geta englar fallið en djöflar ekki risið?”