Mér finnst snilldarhugmynd að gefa út ljóðabók fyrir jólin með “The Best Of” ljóðum hérna á huga.is
Einfaldast væri að velja úr þau ljóð sem hafa fengið bestu commentin hérna.
Hins vegar þyrfti að biðja alla höfunda hérna um skriflegt leyfi fyrir birtingu verks þeirra. Það er hægt að senda þeim póst hérna á huga.is en þar sem ég hef aldrei skoðað póstinn minn hérna og þess vegna held ég að það gildi um fleiri.

Þess vegna datt mér í hug að þeir höfundar sem myndu samþykkja að láta birta ljóð sín myndu einfaldlega svara þessum pósti? (bara svona til að tékka áhugann)

Best væri auðvitað að umsjónarmenn huga.is (sem hafa aðgang að persónuupplýsingum varðandi notendanöfn) myndu hafa samband við þá heppnu höfunda sem eiga ljóð sem hefur verið valið.

Já, og persónulega fynndist mér að umsjónarmenn huga.is ættu að halda utan um þessa bókaútgáfu fyrir jólin og sýna sóma sinn með því að gefa allan ágóða frá sölu bókarinnar til einhvers verðugs málefnis (sem er hægt að kjósa um).

Cruxton
“True words are never spoken”