Þetta er eitt gamalt sem ég var að finna.. þetta er samið í tveimur hlutum með þónokkru millibii, seinni hlutinn saminn eftir að ég kynntist kærastanum mínum :)



Innantómt bros
Mynda rauðar varir
Merkingarlaus orð
Leka úr grunnri sál
Hún er alls ekki neitt
í henni finnst ekkert bál

Hrædd við það óþekkta
Felur hún sig
Djúpt í skotum hugans
Og hjartað sem ei fær neinn
Er frosið og hart sem steinn

Lifir í sjálfsblekkingu
Þetta er betra svona
Betra að vænta ekki neins
Heldur en að kveljast og vona

—————————————-

En skyndilega breytist allt
Hiti kemur í það
Sem áður var aðeins kalt

Án þess að hugsa sig tvisvar um
Hendir hún af sér fjötrunum
Stekkur upp, og hún flýgur

Vitandi um að þetta muni enda
Og að eitthvetíman þurfi hún
að lenda, hún lýgur

En áttar sig svo, og hugurinn frýs
Hverju myndirðu ekki fórna
Fyrir aðeins einn dag
Í paradís
?