Stutt er milli hryggðar og ótta
í æðum mínum kraumar taumlaus reiðin
Þó í raun ég aldrei sæi gimstein þinn
vissi ég alltaf hvað skel þín hafði að geyma

Hvernig gat hann mölvað fallegu skelina þína
og hirt þennan einstaka gimstein þinn
og skilið eftir eintóm mölvuð brot
sem ég loks fæ kjark til að tína

Cruxton
“True words are never spoken”