Þú læddist inn um gluggan
svo hljótt sem laufin falla af trjánum,
ég heyrði létt fótatak þitt
það nálgaðist og þú settist hjá mér,
ég var að vona að þú myndir koma
halda utan um mig og aldrei fara aftur.

Líklega var ég of bjartsýn
ég hélt þú værir kominn til að vera,
það voru mín mistök, mitt klúður
ég sinnti þér ekki, þú bara varst þarna,
gafst upp að lokum og fórst
mér var alveg sama.

Loksins opnaði ég augun
ég sá hvað ég hafði misst,
það var allt horfið
brosið, hláturinn, hamingjan,
lömun fylgdi fast á eftir
og þar með hurfu tárin, sorgin og gráturinn.

Mér var ekki lengur sama
mig langaði í þetta allt aftur,
allt sem ég gat ekki lengur fengið
sama hvað ég reyndi og þráði,
ég hafði ekki orku
ég átti enga von, ég dó.




verið óhrædd við að gagnrýna ;)
Kveðja Queeny