Kaldur og barinn og með lurkum laminn
í blautri götunni umhverfis hávær bílhljóð
Í kvöld varði ég stollt ástarinnar minnar
og fæ það vonandi verðlaunað í atlotum eina nótt

Ef ég myndi eiga þessa nótt með þér
gæti ég eftir það hætt að anda
því öll þau tár sem ég hef fellt
hafa loks eignast sinn tilgang og verið þess virði

Morguninn er að nálgast og við liggjum tvö
þú sefur svo vært með friðsaman sælusvip á vör
Líf mitt er loks fullkomið og þetta augnarblik má ekki enda
svo ég hleð gripinn til að varðveita okkur svona tvö

Cruxton
“True words are never spoken”