Frelsi


Teygi mig lengra, trega blandin,
toga í böndin, vil þau slíta.
Föst er ég hér, farast mun ég,
en fyrst skal ég þó launa þér.

Teygi mig lengra, toga fast,
treysti á afl mitt og vilja.
Böndin slitna er berst ég um,
banaorð skal ég þér þylja.

Teygi mig lengra, takast skal,
tek ég hnífinn, í brjáluðum ham.
Nú mun ég duga eða drepast,
dauðann skal ég þér veita.

Teygi mig lengra, tek hausinn af þér,
trampa á hjartanu, drep það sér.
Drápshugur í mér, drepa mun ég,
dýrslegar girnir þínar með.

——-

Fleiri ljóð á http://hilduringa.bloggar.is/sida/32518/</a>)..