Í sorg of sút situr heimurinn og grætur
sorgmæddur biður hann til Guðs.
Hann heldur í vonina um betri heim
en hughreystingu fær hann enga.

Öllum er sama um hamingju heimsins
við hugsum bara um okkur sjálf.
Eigingirnin er algjör og egóið stórt
efast má Guð um hina fullkomnu sköpun.

Náttúran grætur yfir hamförum heimsins
harmi slegin vætir hún daggirnar með tárum.
Skemmdirnar eru varanlegar, skaðinn er mikill
og sannarlega stendur öllum á sama.

Guð reynir að breyta og bæta heiminn
með bogið bak hann púlar.
Mikið er þetta verkefni, margslungið og stórt
margsinnis Guð reynir en gengur ekki þó.

Fljótlega tekst eitthvað en það fjarar út
frjáls vilji mannanna gerir erfiðara fyrir.
Efinn er sterkur, heldur okkur í heljargreipum
hissar á okkur að trúa ekki Guði.

Guð talaði við Móses en það tókst ekki vel
því trúinn dofnaði og varð eins og áður.
Ekkert gekk fyrr en sonurinn var sendur
hann saklaus átti að frelsa heiminn.

Nú erum við búin trúnni að týna
trúlaus erum við og týnd.
Við troðum og trömpum á heiminum og Guði
og tökum ekki tillit til neins.

Himnarnir gráta hamingjutárum
þann dag er við lærum að elska.
Vonum að veröldin þoli bið
vonum að við verðum ekki of sein.