1
Dauðinn er hér
Hann er þar.
Eins og köld vatnsgusa.
Hann læðist aftan að þér
íklæddur felubúning.
        2
Dauðinn er heitur.
Hann er kaldur.
Hann er uppáþrengjandi gestur.
Sífellt dettandi inn.
Hann er allt
Hann er ekkert.
      3
Dauðinn er endalok.
Hann er byrjun.
Hann er sem draumur.
Þó hann bíti fast.
Hann er þó umfram allt
vegurinn að eilífiðinni.
                
              
              
              
               
        







