Ég geng eftir stígnum sem er umvafinn ilmandi gróðri
og leita að ástinni
sem ég þrái að eignast.

Á göngu minni heyri ég niðinn frá læknum
og fuglana syngja í trjánum.

Á bekknum situr ástfangið par.
Kyssist.
Lætur vel hvort að öðru.

Ég á stutt eftir að enda stígsins
ennþá finn ég enga ást.

Kannski er hún ekki til?