Hafið rís á möttli hátt
hljótt og fegurð vafið
Við minn guð nú er ég sátt
þetta er sko hafið!!

Græn sem grasið, hvít sem ský
gul sem blessuð sólin.
Birtist hún mér veröld ný
bráðum koma jólin.

Ef ég lít í spegilinn
er þar gömul kona
spilar hún á flygilinn
er ég nokkuð svona?

Nú í heimi hörðum er
hatur fyllir maga
Lifa’ei vil á eitri hér
þetta skulum laga.

Komdu hérna kæra vin
kát við skulum saman
leika okkur kyn við kyn
það verður sko gaman.