28.01.07
Dyr

Lokast þá allar dyr
og mennirnir flýja
til fjalla
því öxin er keyrð í þig
þú fellur og fellur
sem blý.
Á ógnar hraða út í algeyminn
allt sem við gerðum var hjóm eitt
og ský.
Þrautir hugans gagntóku allt
við reyndum að kalla og kalla
reyndum að skilja þig á ný.

Þú varðst að falla
í sjálfs þíns djúpa dý.

Nú sérðu okkur öll á ný
að ofan litrík með góðan huga.
Alla þá sem þurfa hjálp og frið
á ný.

Sjálfið byggir nú hugans brýr.