Ég horfði á þig
stinga hana til bana
og búta líkið í sundur
áður en þú settir valda bita
í pott og sauðst
með gulrótum og káli.

Á meðan kjötið mallaði
í súpusullinu tókstu til
og þreifst upp kjöttægjurnar
og blóðið.

Stjörf fylgdist ég með
en fór svo í sturtu og vonaði
að allt yrði horfið þegar ég kæmi aftir
en svo varð sko ekki.

Þarna sastu við matarborðið
sem á var lagt fyrir tvo
með logandi kerti í miðjunni.

“Gjörðu svo vel.
Mín fyrrverandi bragðast
alveg ágætlega,
eins og hinar.”

Undanfarnir mánuðir
höfðu verið erfiðir.
Hann vissi að það væri
einungis tímaspursmál
hvenær ég færi.
Þetta var ógnun.