Ég gerði þetta ljóð fyrir mörgum árum, þegar hestruinn minn dó, vona að ykkur líki það!

Veistu hvað kom fyrir hestinn minn einn kaldan fimmtudag í nóvember?
Nei .
Honum var slátrað,
Og hvar er hann nú?
Uppá himnum hjá kristi,
Og hvað gerir hann þar?
Hann leikur við fola sem er með gylta stjörnu á enni .
Og hvernig líður honum?
Honum líður vel ,hann borðar úr jötu jesúbarnsins og þegar kristur fer á bak honum notar hann leður beisli og gyltan taum.
Og hvert fara þeir?
Þeir þeysa um himinn svo hratt að vindurinn nær þeim ekki og svo heilsa þeir uppá stjörnurnar.

Veistu hvað kom fyrir hryssuna mína eitt fallegt sumarkvöld í ágúst?
Nei.
Hún dó.
Og hvar er hún nú?
Uppá himnum hjá Maríu mey,
Og hvað gerir hún þar?
Hún annast folald sitt.
Og hvernig lítur það út?
Það er með silfur tagl og fax.
Og hvernig líður henni?
Vel hún borðar úr höndum Maríu og þegar María fer á bak henni notar hún silki taum og silfrað beisli,
Og hvert fara þær?
Þær þeysa um skýin svo hratt að sjálfur vindurinn hefur ekki roð í þær og svo heilsa þær uppá sólina.

Veistu hvað kom fyrir hestinn minn haustdag einn í Október ?
Nei
honum var slátrað.
Hvar er hann nú ?
Á himnum hjá guði.
Og hvað gerir hann þar?
Hann leikur við gylta hryssu og folöldin hennar tvö.
Og hvernig líður honum ?
Honum líður vel ,hann borðar úr gylltri fötu og þegar guð fer á bak honum notar hann gyltan taum og beisli úr hvítagulli.
Og hvert fara þeir?
Þeir þeysa um loftið svo hratt að vindurinn gefst upp á að elta þá svo heilsa þeir uppá mánann.