Tágrönn og horuð
situr hún og grætur,
veit ekki hvert hún stefnir
né hvar hún endar.

Situr ein
og reynir að bæta sig
en getur það ekki
því hún er föst
í eigin kvölum.

Því hægt og rólega
hverfur hún smátt og smátt,
hún reynir að bæta sig
áður en það er of seint.

Því dagurinn í dag
gæti verið sá seinasti
sem hún lifir.