Sólargeislar ditjandi að sumbli
á gráum mánudagsmorgni 
og geðbilaðar gular drossíur 
læðast um lofa farsælum enda á ferð þinni 
Hvert ertu annars að fara 
ertu að fjúka burt?
Rífurðu upp öll tengsl við raunsæið 
röggsamur, allt svo kjurrt
Reyndu að hugsa í heilum setningum 
hálfvitinn þinn 
Sérðu kannski ekki neitt bjart í lífinu 
nema fölu skímuna af imbakassanum
Þú gætir kannski farið í göngutúr 
og gerst meðlimur 
í gróðavonar góðgerðarstarfsemi
eins og guðsblessuðu byrginu 
(sem ber sitt BDSM barr ekki vel þessa dagana)
Skammastu þín kannski ekki 
sjálfsálit þitt gyllt skopmynd 
sem þú skynjar engan vegin sjálfur 
geturðu ekki lært af reynslunni 
ibbinn þinn 
Þroskastu að minnsta kosti á hraða annarra í samfélaginu.
                
              
              
              
               
        





