Þessi Tilfinning

Eftir allan þennan tíma, þá náði hún að birtast aftur
hún læddist aftan að mér og lamaði mig.
Á meðan var ég ráðvilltur og heimurinn virtist vera kolsvartur.
Sálarskipið sigldi framhjá, aðeins til að særa mig.

Tárin mín eru sjórinn, það veit ég vel.
Ég virðist vera týndur,
allt hér minnir mig á Hel.

Þessi tilfinning er komin á ný
Hún faldi sig í mínu hjarta
og opnaði sár upp á ný.

Ég vaknaði, mér fannst það svo skrýtið.
Þetta er eins og leikur, nema ég vakna upp sem lík.
Þessi tilfinning fór ekki.
Through me is the way to the sorrowful city.