Ég samdi þetta ljóð í maí fyrir ári síðan, tileinkað mömmu, pabba og bróðir mínum.
Allslaust líf
Hvernig væri lífið án freystinga,
án hættu, án tóbaks, án áfengis, án skemmtunar?
Það væri innantómt, leiðinlegt, erfitt
og í stuttu máli sagt, allslaust líf.
Hvernig væri lífið án sjúkdóma,
ef allir væru ánægðir og hamingjusamir?
Við þekktum ekki sorg og þekktum ekki gleði,
hvað er lífið án þess, annað en allslaust líf?
Hvernig væri lífið án barna,
barna sem gleðja okkur hvern dag?
Það yrði eins og penni án bleks,
semsagt allslaust líf.
Hvernig væri lífið án vonar,
væntanlega vonlaust og tómt.
Vonin er ástæða til að gefast ekki upp á lífinu,
líf án þess að lifa því er allslaust líf.
Hvernig væri lífið án dauða?
sorgarlaust að miklu leyti en glaðlaust að mestu leyti.
Því væri líf án dauða tilgangslaust,
engin markmið að ná, bara allslaust líf.
Hvernig væri lífið án mömmu, pabba og brósa,
því lífi væri ekki vert að lifa.
Það væri umhyggjulaust, kalt og sorglegt.
Hvað er það annað en allslaust líf?
Lífið er okkur mikils virði,
við verðum að nýta það eins og við getum
fá út úr því gleði, sorg, fjölskyldu, ást og hatur,
svo við sitjum ekki uppi með allslaust líf.
Kveðja Q.