06.01.06.

Nú kemur aftur betur búinn nýárs sól
og lýsir bjartari daga
Upp hugur byr í ból
hátt í fjalla kraga.

Þar uppi er mín bjarta vin
og björgin umkringd söndum
þegar nýárs sólin skín
svanir fljúga vængum þöndum.

Í skýjunum glyttir í gulroðið ljós
gleði og ylinn það bindur
Er blágylltur bærinn við ós
ber okkur þangað, hlýr vindur.

Nú dropar af himninum drjúpa
og dags birtan hjarnsins dvín
myrkrinu hlýtur að ljúka
því stjarnan á himninum skín