Í misheppnaðari tilraun
reyndi ég að skrifa ljóð um
hvernig það er að

Sofa hjá þér
Vakna með þér
Vaka með þér
Lifa með þér

Ég gerði tilraun til að skrifa um
hvernig það er að

Kyssa þig
Kitla þig
Faðma þig
Elska þig með húð og hári

Og svo loksin tilraun til að skrifa
um það hversvegna ég elska

Hlátur þinn
Bros þitt
Augun þín
Snertingu þína

Á tilraunarstofu ljóðagerðar minnar urðu mistök,
vegna ofnotkunar orða eins og
yndislegur, æðislegur, frábær.

Og þá einkum vegna ljóðlína á borð við
ég elska þig
og með þér er lífið yndislegt
En þær urðu víst úreltar fyrir löngu.

samið Þorláksmessu 2006
__________________________________