ég geng um götuna og rekst utan í nokkra hluti,
ég hugsa að ef allir væru svona væri lífið mikið auðveldara,
þó svo að það yrði ekki auðveldara,
aðeins flóknara.

ég horfi á vini mína og hugsa,
guð, hvað þau eru öll falleg,
ég staldra við og stari á þau,
þau koma í áttina að mér og segja mér að vera með.

ég raula og syng með þeim,
og allt er blessað,
ég drekk aðeins meira og sest niður,
ég horfi á ástina mína og segi við hana að ég elska hana.

skyndilega kemur maður sem ég þekki,
hann segir við mig að ef ég raunverulega elska ástina mína,
þá ætti ég að hlýða honum,
hann tekur mig á stað þar sem engin sér og klæðir mig úr.

hann stynur og nýtur þess,
ég geri það líka,
skyndilega er allt búið og hann leggur mig niður,
ég horfi á hann og sofna í þessu sundi sem ég ligg í.

morgunin eftir finn ég mig úti,
ég er köld og blaut,
mér líður ílla og finnst heimurin vera á enda,
ég man lítið eftir gærkvöldinu en þó eitthvað og byrja að gráta.

ég trúi ekki að ég hafi verið svo illilega svikin,
af þessum manni sem ég þekkti,
ég finn ástina mína og hann er ekki glaður heldur vonsvikin,
hann gengur burt og segist ekki vilja tala við mig.

ég finn ekki lengur fyrir ástinni,
því ástina mína missti ég á þessu kvöldi,
ég vil ekki finna fyrir þeirri sorg aftur,
og allt þetta að kenna vegna aumkunarverðs drykks.

ég græt söltum tárum yfir missi mínum,
sökum þess að sá sem ég missti var mér allt,
og það var mér að kenna að hann fór,
aldrei og aldrei aftur skal nokkurt kvöld verða svona aftur.

ég veit ekki afhverju ég orti þetta en þetta kom bara svona eiginlega ósjálfrátt á meðan ég skrifaði.