þegar stjörnurnar kafna í geimryki kaldar
tunglið sem ég eitt sinn gaf þér er dapurt
ástríður okkar - löngu gleymdar og faldar
og loftið blæs mót mér - kalt og napurt…

himinninn grár og ég litast með honum
særinn úfinn og skýin feykjast til og frá
guð hefur gert lítið úr mínum vonum
um lífið sem ég sárast vildi fá…

ein lítil sál með brostið hjarta
hverfur upp í himnana bjarta
skilur eftir sig vonir og trú
og eftir situr ánægð þú…



eftir flakk í fjarlægri vetrarbraut
þá um tilfinningu eina ég hnaut
datt niður - sýn mín varð tær
veit ég nú - þú ert mér ekki kær…

útsýnið yfir jörðina var gott uppi þar
og ég missti þá líðan er ég áður til þín bar
nú lifi ég án þín og allt er að nýju hlýtt
ástin: ég hugsa þó til þín blítt

svo ekki verða út í mig reið
þó ég haldi nú mína leið
þjóti gegnum lífið - kátur
og lifi brosandi - við hlátur…

… þá gleymi ég aldrei …


kv. Danni
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.