Gömul minning bankaði upp á hjarta mér einn daginn
Hún spurði hvort hún mætti koma inn og gista smástund
Hún fór þremur dögum seinna og skildi sinn farangur eftir
Fór á ný til annarra landa og gleymdi þessari dvöl hjá mér

…en ennþá sit ég einn eftir í hjarta mínu og skoða hennar minjar
…græt yfir stúlkunni sem kom og fór svo snöggt
…horfi á myndir sem hún teiknaði handa mér
…og hengi þær upp í miðju hjartans

…þar sem hún hangir enn…
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.