20.11.06


Ég veit að manni bregður þegar lífið kallar á.
En vonin og viskan og hennar mikla þrá
kallar líka sem fagra fjalla hlíf
fögur tún og engi, þar fellur falleg á
Brosið bjarta, hlýa, óræðið að sjá.
Óra langt í burtu önnur lilja grær.
Kenndu mér að skilja
vinina sem sunnan blær
flytur til þín, bjartan vilja
er glóir sóley að vori vonar
vilja sem allir þrá í gær.
Þá bjarta lífið hlær og vogar
sjáðu þarna stendur bær
opinn og lífið kemur nær og nær
gríptu það í fangið þá fegurðin logar
og fagra fjallatinda speglar sær
sjáðu lífið kallar
vonin kemur og viljinn grær.