Hæ allir… ég veit ekki hversu margir hafa áhuga á þessu en ég veit það að allavega jath hefur eitthvað spurt mig um þetta. Það er að segja ljóðabókin sem ég ætla einhvern tíma að gefa út.
Ég settist niður fyrir framan tölvuna í gær og setti saman 40 af mínum bestu ljóðum (að mínu mati auðvitað ;)) og prentaði út. Ég er ekki með þetta núna, en þar sem tölvan er biluð heima, þá ákvað ég að reyna að setja inn efnisyfirlitið eftir minni.
Svo getið þið bara sagt mér hvaða ljóðum ég mætti henda / eða bæta við… auðvitað ef þið nennið ;) Öll þessi ljóð eru hérna inni einhvers staðar…

“Ljóðabókin - Vængbrotnir englar með hjörtu úr steini” (bara tillaga að nafni)

I…Rómeó og Júlía
II…tónleikar
III…októberhúm
IV…fagur ljótleiki
V…víma I
VI…víma II
VII…ást utan allra heima
VIII…fótspor ástarinnar
IX…fótspor í grasinu
X…skímógaurinn
XI…villidýr í feimnum fýr
XII…táldregið hirðfífl
XIII…andlitslausar rósir
XIV…villtur í alsæluþoku
XV…ástæðuleysi örvæntingar
XVI…dreggjar morgunsins
XVII…hjörtu úr steini
XVIII…augað á himnum
XIX…gapandi tóm í fagurri hlíðinni
XX…sólargeislar á stjörnubeði
XXI…brostnar sálir í borginni
XXII…fjaðraský á blóðrauðum himni
XXIII…blóðneistar tendra öll bál
XXIV…sama
XXV…vængbrotinn
XXVI…Ofsóknaræði í brjálæði
XXVII…Antikristur
XXVIII…1. og eina regla stjórnleysingjans
XXIX…Guðdómlegt stjórnleysi
XXX…999O666
XXXI…Hinn nýi Messías
XXXII…fögur er hlíðin
XXXIII…úlfar og fuglar
XXXIV…einnota
XXXV…með kveðju til allra hér á jörð - bless
XXXVI…æviágrip hins látna
XXXVII…erfiljóð
XXXVIII…vegir frelsis / draumur um mig
XXXIX…fastur í skriðu
XL…með kveðju til allra - glaður og kominn aftur


Mér fannst þessi ljóð allavega standa upp úr…
Ljóðabókin á að hafa viss þemu… byrja á ást, svo hugleiðingum, ástarsorg, reiði, leiði, dauða og svo “upprisu” sem eru 3 síðustu ljóðin.
Ef þið nenntuð að lesa þetta, nenniði þá að kommentera á þetta???
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.