Höfundur: John Boney
titill á frummáli: Harold
Þeir sem hafa lesið readme skjalið fyrir Icy Tower ættu að kannast við þetta ljóð.


Harold

Þarna sit ég, að reyna að klára vinnuna mína, hann var að kalla á
mig. Á meðan ég var frammi á gangi að safna saman bækum, heyrði ég
hans röddu. Hjartað mitt dælir meira blóði í gegnum auma líkamann,
og hann er þarna enn, endalaust að skipa mér fyrir. Ég sagði til
hans að hann gæti ekki stjórnað öllu mínu lífi, en hans kraftur
yfirbugar mínar aumu bónir. Ég er hundur í taum, grimmi húsbóndinn
er sífellt að rykkja mig til sín. Er við fyrst hittumst, talaði
hann einungis óskiljanlega sundurleysu, „Whoop-a-doobadoo!“ myndi
hann segja. Hví talarðu svona, vinur? Ég sé þig hvern einasta dag,
tímunum saman, samt, get ég þig ekki skilið. „Whoop-a-doobadoo!
Whoop-a-doobadoo!“ Því meir sem ég hlusta, því mun meir heyri ég.
„Komdu,“ segir hann nú, „ég vill vera með þér.“ Ég reyni að sofa,
en hann rykkir mig frá hvílu minni á hið kalda gólf. Ef aðeins ég
gæti fjarlægt þennan pínlega kraga, sem hefur gróið umhverfis háls
minn og sjórnar nú höfðinu. Ó, hve hann klægjar. Ég á mín einskis
fyrir húsbóndanum. Augu hans eru hulin svo þau brynji fyrir pínuni
sem hann veldur. Hann er grunlaus gagnvart þessari misbeitingu sem
hann veldur mér hvert andartak í hans lífi. „Komdu með mér. Þú ert
öruggur hér.“ Áá, hví rykkirðu svo? Þitt kazoo er hljómfagurt, þó
spilar það laglínu dauðans. Reynirðu að kvelja mig? Ef þú einungis
vissir um erjurnar sem þú veldur. Þú gætir breytt þessu öllu. Þú
hefur snjóþotu, því kuldinn er mikill hér innan þessara veggja. En
verjan mín, er bara þessi kragi, sem ég ottast að losni aldrei af.