09.10.05.
Hamarinn heillar þar glymur
háværar raddir og þytur
Hljómfagrir tónar þar óma
titrandi ljósið það lýtur
höfði í kyrrlátum óði.

Við hamarinn hnýta fuglar
sín lög
Og ljósbrá í hjartanu situr
Himininn bergmálið flytur
bjartar, bljúgar raddir
fallega tóna litur


Allir fuglar himins syngja
nú um frið
Eingin okkar skilur
að það á við um þig
Þangað til við finnum
allan heimsins ljúfa klið
kyrrlátan, nið okkar frið
Og fuglarnir fimir fljúga
hljóðlátt upp á við.