Ljúfur koss
hann vekur
augun sem sem áður vitust svo límd
opnast, og sjá,,, jú þú ert mér hjá..
Mjúkur koss
vekur móður
“ mamma sjáðu” það er kominn dagur.
þreytt, svo þreytt ég reyni að vakna
en einhverskonar draumsýn villir mér sýn
“ mamma” reyndu nú að opna
augun þín!!!!!!!!!!


“Af hverju er mamma svona þreytt”
ég spyr gegnum svefninn…
og svarið kemur, sem bræðir mig
“mamma, lífið þitt er bara svo þreytt”
hvernig er annað hægt en að vakna
bara til að taka utan um þig :)?????

Æ, vá stundum geta þessi börn komið með svo ótrúlega gullmola, sem virðast svo djúpir…. Veit að ljóðið er ekki gott, en þetta er það sem ég var víst að upplifa akkurat núna.. mamma lífið þitt er bara svo þreytt… hehehe. sem merkir ef til vill, það er allt í lagi elsku mamma að hvíla þig, því sálin þarf sína hvíld.. eða þannig skil ég þetta :)