Ég bað þig um að…

tylla tveimur fjöðrum þínum
á titrandi hjarta mitt
svo það gæti flögrað

tylla nokkrum strengjum þínum
á titrandi hjarta mitt
svo það gæti hljómað

tylla ljúfum kossum þínum
á titrandi hjarta mitt
svo það gæti brosað.


En þú ákvaðst að…

þrýsta báðum fótum þínum
á grátandi hjarta mitt
svo það gæti þagað.-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.