Eigum við ekki bara að gleyma þessu? sólin er bandbrjáluð
engin tími að hugsa
eftir er eyrnasuð
sem enginn virðist heyra
hvað gerðist í gær
afhverju fóru þær
enginn var eftir hér
hérna hjá mér og þér

en það eina sem vantar ert þú
eins skrítið og það hljómar
því þú ert hér
hérna hjá mér
en ég er ein.

suðið eykst
verkurinn ágerist
engin lausn
bara þreyta og dofi
aldrei hefði ég haldið
að það yrði svona
nú er bara að bíða og vona
að eitthvað betra sé til

ég sakna þín innilega
sem er undarlegt
því þú ert hér hjá mér
svo nálægt ég gæti þig snert

förum í fjarlægt land
með sól og gulan sand
þar myndiru elska mig
og ég myndi lækna þig
af kuldanum
engann myndi gruna
að þetta myndi enda svona
útaf engu
því hér er ekkert
ekkert
nema eyðimörk af tómum brosum

teygi mig í sápuna
og grænan þvottapoka
gufan hlýjar mér
svo þú virðist nær mér
finn enn fyrir
fingrum þínum..
það er bara svo sárt.
alelda, með eplabragði
veik af vonbrigðum
finn bragð af tári
meyr af sárindum
ekki snerta mig
því það er einmitt sem það ég vil
það skiptir ekki máli

það eina sem vantar ert þú
ástin mín
og lyktin af þér
ég vil ekki meira
en þig vantar
nema af og til, í augnarblik
þá horfiru á mig djúpum augum
og kallar mig kjánaprik
ég er orðin dofin
hamingjan bíður
hún er ekki hér.

það eina sem vantar ert þú
ég vildi ást þína
en fékk innantóm orð
og stutta kossa
ég er hætt að brosa.
þetta er ekki fyndið lengur.
gleymum öllu því liðna
þó þú segist elska mig enn
hjarta þitt kalt
sætið er valt
ég bíð eftir að detta
bara allt nema þetta
allt nema þetta.