Fjólublá ský svífa í
sæluvímu um himingeiminn
Sólin lítur yfir lífsglaða veröldina
Náttúrunni líður vel og
ef til vill verður það að eilífu
Stjörnurnar syngja gleðisöngva um hamingjuna
Tónarnir fylla elskulegt loftið
Hamingjan situr á fjallstindi og gefur af sér
og þarna í miðjunni erum við og elskumst


- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Þetta er nú svona í væmnari kantinum, en maður má alveg
gera “glöð” ljóð líka stundum ;) svona til að vega upp
á móti þungu ljóðunum ;)