þetta er ekki beint ljóð, þetta er texti á lagi sem ég er að vinna í.. kommentið eins og þið viljið ;)

Ég er inní huga hennar en hún vill mig inní raunveruleikann
Vill halda utan um mig, hún vill að ég nái lengra
En hugur hennar nær en það er bara ekki hægt
Því hugarfóstur getur ekki verið holdi klætt
Hvursu þunn er línan milli geðveiki og þráhyggju?
Af öllum sem hún þekkir er ég hennar eini ástvinur
Hvursu þunn er línan milli þunglyndis og vanlíðan?
Að fá mig til sín, hún leggur bókstaflega allt í það
Hún liggur á geðdeild og ég er eini vinur hennar þar
Talar um mig og geðlæknirinn situr með penna og blað
Það er dælt í hana lyfjum í von um að hún muni lagast
Og hún vonast alltaf til þess að ég komi henni til bjargar
Ég er hjá henni í draumunum og þegar hún lokar augunum
Er alltaf til staðar og passa hana frá draugunum
Hvursu erfitt er það að greina heilbrigt frá veiku
Þegar andlegur stuðningur er ekkert nema andleg brenglun
Ég er það sem lætur líkama hennar framleiða endorfín
En læknarnir segja að ég sé ekkert nema bara geðklofi
Þá verður hún alltaf jafn sár og talar um að fara
Elskar mig af öllu hjarta og ég er sá eini sem elskar hana

Hún gerði mig og elskar mig meira en allt
Og ég gerði hana að því sem hún er í dag
Hún gerði mig og elskar mig meira en allt
Og ég gerði hana að því sem hún er í dag
Hún gerði mig og elskar mig meira en allt
Og ég gerði hana að því sem hún er í dag
Hún gerði mig og elskar mig meira en allt…

Ég er inní huga hennar en hún vill mig inní raunveruleikann
Vill hafa mig við hlið sér svo við getum náð að leiðast
Í gegnum gott og slæmt en það er bara ekki hægt
Því hugarfóstur getur ekki verið holdi klætt
Með hverjum deginum þá eykst þráin meira og meira
En hún vill fá eitthvað sem hún getur ekki eignast
Og hún leitar af leið til að geta farið heim
En í augum allra er hún sjúklingur svo hverju getur hún breytt?
Útí horni í samræðum við mig í huganum
Enginn sem skilur, ég er hennar eini munaður
Þeir sjá enga breytingu og þeir bara auka skammtana
Þeir segja að það sé alveg ómögulegt reyna að lag’ana
Segja mig vera tálsýn og þeir standa fastir á því
Og átta sig alveg á því að hún verður aldrei heilbrigð á ný
Lyfin byrja að kicka inn og færa hana inní annan heim
Sem ég er ekki hluti af, samt sé ég hana ekki fara neitt
Og eftir að áhrifin fara og það er ekki lengur allt stopp
Rífur hún lakið í sundur og hengir það uppí loft
Vefur um hálsinn og hún nær ekki að anda
Og þegar hún finnur lífið fara finn ég mína geðheilsu batna

Hún er farin og nú veit ég hvað ég er
Og það var hún sem var í höfðinu á mér
Hún er farin og nú veit ég hvað ég er
Og það var hún sem var í höfðinu á mér
Hún er farin og nú veit ég hvað ég er
Og það var hún sem var í höfðinu á mér
Hún er farin og nú veit ég hvað ég er…
“enginn veit hvað hann hefur átt fyrr en það er glatað