Dalur hinna 1000 sála
Í dalnum þær dádofa reika
Við dengil þær einar leika
Neðan himinloftsins er þeirra hvelfing
Ófærar um hvíld er þeirra skelfing
Fastar í þessari freðaspöng
Fjandaðar harðfjötri öll árin löng
Skeggöld þessari enn þær sveima
Svikum þessum ei munu gleyma

Hann
Hann lifði og hrærðist
Í skuggaheimi hugsanna sinna
Á násheimi hann nærðist
Í náreið færi hann til hinna

Umlukinn frosti og fáfræðslu
Ljósið er hans fárbjóður
Dádofa af djöfuldóm og hræðslu
Úr doðadúr vaknar hann móður

Tandillur og tilfinningasemi inni byrgir
Engum getur hann treyst
Fæðingu ljóssins Fárbauti ekki syrgir
Um fjörgyn munu myrkur vera leyst
————–