Horfðu með mér á fegurð!

Hvað er fegurð?
Mynd mín starir, horfir
hugur spyr, hvar er svarið?
Er fegurð eitthvað sem öllum er gefið
er fegurð það sem ég sé?

Leytandi, gefst ég upp
Það er ekkert til, sem mælir.
Hvað er fegurð - hvað er ég?
Sem stari á það sem ég sé…

Ó, aftur hafa augun tapað
mynd sem hugur minn skapar -
er ekki til í því sem ég sé,
er ekki sú sem ég er…

Það er ekki þitt, að upphefja né hvetja
Þó svo þú gargir, æpir og argir -
ég get ekki skilið, því ég ekki sé það
sem aðrir segja sé fagurt.

Reyndu að skilja, vinur minn.
Mynd hugans stangast á við spegilinn
ímynd sem ekki er til
ímynd sem aðrir búa til…..

Má ég ekki bara vera
sátt við það sem ég er???