… síðan börðust þeir,
aflvana, og óvinir
jafnt sem vinir
féllu í valinn.
allt fyrir ekki neitt.
tilgangurinn var enginn.
þegar allir nema fáir
voru fallnir,
sátu sárir og bitrir
ekkert var grætt
allt þetta átak
fór forgörðum.

í raun og veru
var ágóðinn
biturleiki, sorg
og þá fékkstu
sannleikann,
ekkert er þess virði
að berjast fyrir.———————————————–
Var að snurfusast um á heimasíðunni minni og fann þetta, ákvað að henda því inn.